LED-ljós í alla ljósastaura í Delhi

dehliOrkumálaráðherra Indlands tilkynnti á dögunum að á næstu tveimur árum verði öllum ljósaperum í ljósastaurum í Delhi skipt út fyrir LED-perur. Áætlað er að aðgerðin muni skila árlegum sparnaði upp á um 580 milljónir breskra punda (um 114 milljarða ísl. kr.). Samkvæmt yfirlýsingu ráðherrans mun aðgerðin einnig ná til heimila, enda nota þau um helming allrar raforku í borginni. Um 20 milljón ljósaperum verður skipt út fram til ársins 2017 og þar sem aðgerðin kostar aðeins um 250 milljónir punda mun hún borga sig upp á fyrsta ári. Auk fjárhagslegs sparnaðar er aðgerðinni ætlað að minnka álagið á raforkukerfi Indlands þar sem áætlað er að eftirspurn eftir raforku muni aukast um 60% árlega næstu 5 ár. LED-ljós nýta orku mun betur en bæði hefðbundnar ljósaperur og flúrperur auk þess sem þær endast um 50 sinnum lengur en hefðbundnar perur og um 8-10 sinnum lengur en flúrperur.
(Sjá frétt EDIE 2. september).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s