Öldungadeild ríkisþings Kaliforníu samþykkti sl. föstudag með 24 atkvæðum gegn 14 að breyta lögum ríkisins þannig að bannað verði að selja snyrtivörur og húðvörur sem innihalda plastagnir (míkróplast). Fulltrúadeild þingsins afgreiðir málið væntanlega í þessari viku og að því loknu þarf ríkisstjórinn að staðfesta lögin. Gangi þetta eftir tekur bannið gildi 1. janúar 2020. Umhverfisverndarsinnar vonast til að önnur ríki Bandaríkjanna fylgi þessu fordæmi Kaliforníuríkis og sporni þannig við frekari dreifingu míkróplasts út í umhverfið.
(Sjá frétt á heimasíðu Plastic Pollution Coalition 4. september).
Frábært ! Ég hélt þegar ég sá fyrirsögnina að styttri væri til stefnu. Smá svekkelsi, en mjög flott hjá þeim samt.
Kostur að vera meðal stærstu hagkerfa heims, þá verða framleiðendur bara að aðlaga sér.