Aukin samnýting bíla í London

car_share_160Á dögunum var kynnt ný áætlun um aukna samnýtingu bílaflotans í London, en þar er stefnt að því að milljón borgarbúar verði orðnir aðilar að samnýtingar- eða samakstursfélögum fyrir árið 2025. Í aðgerðaráætluninni, sem gengur undir nafninu Car Club Action Plan, er lögð áhersla á að deilihagkerfið verði haft í huga við þróun samgangna í borginni, en í dag deila um 145.000 Lundúnabúa bíl með öðrum eða notast við deilibíla. Sem dæmi um aðgerðir samkvæmt áætluninni má nefna bætt aðgengi að samnýtingarbílum með upplýsingatækni og aukinni nálægð við bílamiðstöðvar, fjölgun samnýtingarbílastæða og aukna áherslu á rafbíla innan félaganna. Samkvæmt rannsóknum RAC Foundation notar dæmigerður borgarbúi bílinn sinn aðeins um 4,6 klst á viku sem þýðir að bíllinn stendur ónotaður um 97% vikunnar á sama tíma og þrengsli og mengun í stórborgum eykst ört með stækkandi bílaflota. Með samnýtingu má fækka bílum og nýta hvern þeirra betur.
(Sjá frétt EDIE í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s