Parasetamól truflar þroskun eistna

panodil_gravid_0Inntaka á parasetamóli (sem m.a. er virka efnið í verkjalyfinu Panodil) á meðgöngu getur haft áhrif á framleiðslu testósterons og þroskun kynfæra drengja á fósturstigi samkvæmt nýrri rannsókn Háskólans í Edinborg. Í rannsókninni kom í ljós að sjö daga notkun á parasetamóli helmingar framleiðslu testósterons, en rannsóknin var gerð með því að koma vef úr eistum fyrir í músum sem síðan var gefið mismunandi magn af parasetamóli. Vísindamenn við Háskólann í Århus segja niðurstöðurnar vera í takt við danskar rannsóknir, en ógerlegt sé þó að segja hvort áhrif á menn séu meiri eða minni en á mýs. Þörf sé á fleiri rannsóknum áður en gerðar verði ráðstafanir til að minnka parasetamólnotkun kvenna á meðgöngu, en um 50% danskra kvenna segist hafa notað verkjastillandi lyf á meðgöngunni.
(Sjá frétt Videnskab DK í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s