Losun gróðurhúsalofttegunda vegna úrgangsmeðhöndlunar sveitarfélaga í Bretlandi minnkaði um 4% á síðasta ári miðað við árið á undan, samkvæmt hinni árlegu skýrslu Recycling Carbon Index Report. Í skýrslunni kemur fram að 64% allra sveitarfélaga í Bretlandi hafi dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda í tengslum við úrgangsmeðhöndlun á síðasta ári þrátt fyrir að endurvinnsluhlutfall hafi ekki hækkað á sama tíma. Árangurinn er talinn stafa af því að tekist hafi að endurvinna meira af plasti og málmum en áður, en söfnun og efnisendurvinnsla þessara flokka hefur í för með sér mikinn kolefnissparnað. Þannig sparast 2,35 tonn af koltvísýringi fyrir hvert tonn af málmum sem safnast og fer í endurvinnslu.
(Sjá frétt EDIE í dag).