Afísingarefni spilla jarðvegi og grunnvatni við flugvelli

flugvollur_160Efni á borð við própýlenglýkól og kalíumformat sem notuð eru við afísingu flugvéla og flugbrauta spilla jarðvegi og grunnvatni í nánd við flugvelli. Áhrifanna gætir helst á vorin þegar snjóa leysir en þá berst mikið af efnunum út í jarðveginn. Efnin brotna niður í jarðvegi með hjálp örvera, en örverurnar nota mikið súrefni og því er jarðvegur og vatn í kringum flugvelli mjög súrefnissnautt. Starfsemi í slíkum jarðvegi er lítil og því gerir hann lítið gagn við síun vatns og aðra vistkerfaþjónustu sem jarðvegur veitir alla jafna. Í skýrslu jarðvísindadeildar Friedrich Schiller University Jena um þessi áhrif eru taldar upp leiðir til að draga úr skaðsemi afísingarefnis, svo sem með því að stjórna flæði þess í jarðveg í leysingum, dæla súrefni í jarðveginn og koma efnunum í snertingu við örverur áður en þau sleppa út í náttúruna. Skýrslan er byggð á rannsókn sem gerð var á alþjóða flugvellinum í Osló, sem staðsettur er nærri vatnsbóli borgarbúa.
(Sjá frétt Science Daily í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s