Hringrásarhagkerfið gæti skapað 100.000 ný störf í Svíþjóð

circular_economy_160Með stefnumótun í anda hringrásarhagkerfisins (e. circular economy) væri hægt að skapa 100.000 ný störf á sænskum vinnumarkaði og minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 70% fram til ársins 2030. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu Rómarklúbbsins (e. The Club of Rome), sem byggð er á raundæmarannsókn sem gerð var í Svíþjóð. Þessum árangri mætti ná með breyttum áherslum yfirvalda í stefnumótun og ráðstöfun fjármuna. Mikilvægustu áhersluflokkarnir eru taldir vera þrír, þ.e.a.s. endurnýjanleg orka, orkunýtni og bætt auðlindanýting. Sérstaklega sé mikilvægt að bæta nýtingu auðlinda, svo sem í námuvinnslu, svo og að lengja líftíma vöru með betri viðgerðarþjónustu, hugbúnaðarþjónustu, þróun endurvinnslutækni o.s.frv. Með aukinni áherslu á viðhald og endingu og með kaupum á þjónustu í stað vöru skapast mun fleiri störf en í frumvinnslu og álag á auðlindir minnkar til muna.
(Sjá frétt the Guardian 15. apríl).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s