Tré í þéttbýli bæta geðheilsu

tree_160Þunglyndislyfjum er sjaldnar ávísað í hverfum þar sem mörg tré hafa verið gróðursett við götur. Þetta kemur fram í nýrri breskri rannsókn þar sem skoðuð var fylgni milli geðheilsu og þéttleika trjáa við götur í 33 hverfum Lundúnaborgar. Niðurstöðurnar benda til að hægt sé að bæta lífsgæði og heilsu íbúa með því að viðhalda tengingu við náttúruna. Þegar leiðrétt hafði verið fyrir félagslegri stöðu, atvinnustigi, fjölda reykingarmanna og meðalaldurs kom í ljós að fyrir hvert tré á hvern kílómetra götu fækkaði útgefnum lyfseðlum fyrir þunglyndislyfjum um 1,18 á hverja 1.000 einstaklinga. Höfundar rannsóknarinnar telja niðurstöðurnar sýna fram á mikilvægi markvissrar gróðursetningar trjáa í þéttbýli til að draga úr streitu og bæta geðheilsu íbúa.
(Sjá umfjöllun í fréttabréfi ESB um umhverfisstefnumótun í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s