Skaðleg flúorsambönd í barnaúlpum

barnejakke_160Sex barnaúlpur sem norsku neytendasamtökin (Forbrukerrådet) rannsökuðu á dögunum reyndust allar innihalda skaðleg flúorsambönd sem geta verið krabbameinsvaldandi eða haft áhrif á æxlun og þroska. Úlpa frá norska framleiðandanum Helly Hansen kom verst út, en hún innihélt meðal annars PFOA (perflúoroktansýru) ásamt mörgum fleiri flúorsamböndum. Notkun PFOA var bönnuð í Noregi á síðasta ári, en það útilokar ekki að efnið finnist í vörum sem framleiddar voru fyrir 2014. Flúorsamböndin sem um ræðir hafa m.a. verið notuð í föt, skó og matarumbúðir. Erfitt er fyrir neytendur að forðast efnin þar sem þessir vöruflokkir eru ekki endilega með innihaldsmerkingum. Efnin brotna hægt niður í líkamanum og geta meðal annars komist frá móður til barns í gegnum naflastreng og móðurmjólk. Norðmenn og Þjóðverjar hafa lagt til að notkun PFOA og líkra efna verði bönnuð innan ESB.
(Sjá frétt Forbrukerrådet 8. apríl).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s