Vínarsamningurinn um vernd ósonlagsins fagnar 30 ára afmæli nú á sunnudaginn. Samningurinn var undirritaður í Vín í Austurríki 22. mars 1985 og er, ásamt Montrealbókuninni sem gerð var við hann haustið 1987, eini alþjóðlegi samningurinn um umhverfismál sem fullgiltur hefur verið af öllum ríkjum heims. Montrealbókunin þykir einstakt dæmi um vel heppnað samstarf á alþjóðavettvangi, en losun ósoneyðandi efna hefur dregist saman um 98% á síðustu þremur áratugum og árleg krabbameinstilfelli eru talin vera tveimur milljónum færri en þau myndi annars vera. Þessi góði árangur er flestu öðru fremur talinn stafa af því að stefnumótunin var frá upphafi byggð á vísindalegum rannsóknum.
(Sjá frétt UNEP í dag).