Rafbílar draga úr hitamyndun í stórborgum

EV_Beijing_160Rafbílar gefa frá sér um 80% minni hita en hefðbundnir bensínbílar og geta því dregið úr hitamyndun í stórborgum samkvæmt nýrri skýrslu um falinn ávinning rafbíla sem Háskólinn í Michigan gaf út á dögunum. Svokallaðar hitaeyjar (e. urban heat islands) myndast iðulega á sumrin í þéttbýlustu hlutum stórborga og hafa slíkar hitaeyjar m.a. verið til vandræða í Peking. Hitabylgjur hafa í för með sér aukinn heilbrigðiskostnað og hækkaða dánartíðni og í því sambandi getur hækkun hitastigs um 1°C skipt sköpum. Í umræddri skýrslu kemur fram að rafbílavæðing Pekingborgar myndi lækka hitastig í hitabylgjum um 1°C, en við það myndi orkunýting vegna loftræstingar minnka um 14,4 milljónir kWh og dregið yrði úr koltvísýringslosun um 11.779 tonn á dag. Rafbílar geta þannig stuðlað að bættum lífsgæðum íbúa í stórborgum.
(Sjá frétt ENN í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s