Fækkun frjóbera eykur líkur á vannæringu

byflugur_160Ef svo heldur sem horfir er hætta á að meira en helmingur fólks í þróunarlöndunum muni þjást af vannæringu og/eða sjúkdómum sem rekja má beint til fækkunar frjóbera. Í nýrri rannsókn háskólanna í Vermont og Harvard kom fram að áframhaldandi fækkun frjóbera, þ.á m. býflugna, stuðli að aukinni tíðni A-vítamínskorts í fátækustu ríkjum heims, sem aftur eykur líkur á malaríu og blindu. Um 40% af allri fæðuframleiðslu heimsins er háð frjóberum og því hefur fækkun þeirra í för með sér „falið hungur“, þ.e. skort á næringarefnum og snefilefnum.
(Sjá frétt ENN 27. janúar).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s