Hvaða eldsneyti er „óbrennanlegt“?

kolanama_160Um þriðjungur þekktra olíulinda, um helmingur jarðgass og meira en 80% af kolaforða heimsins er „óbrennanlegt kolefni“, sem þarf að liggja ósnert ef koma á í veg fyrir að hitastig jarðar hækki um meira en 2°C. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem sagt var frá í grein í Nature á dögunum, en í rannsókninni var leitast við að greina „óbrennanlegt kolefni“ eftir svæðum og tegundum eldsneytis. Samkvæmt þessu telst meirihluti af kolaforða Kína, Rússlands og Bandaríkjanna „óbrennanlegur“, svo og um 260 milljónir olíutunna úr lindum í Mið-Austurlöndum og um 60% jarðgass á sömu slóðum. Rannsóknin undirstrikar einnig að vinnsla jarðefnaeldsneytis á Norðurheimskautssvæðinu samrýmist ekki viðleitninni til að sporna gegn loftslagsbreytingum. Aðalhöfundur greinarinnar, Dr Christophe McGlade, hefur haft á orði að stjórnvöld sem hyggi á frekari vinnslu þessara auðlinda þurfi að svara þeirri spurningu hvaða eldsneytislindir á öðrum svæðum eigi að liggja ósnertar í staðinn.
(Sjá frétt Science Daily 7. janúar).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s