Stjórnvöld þurfa að gera ráð fyrir loftslagsflóttamönnum

refugee_160Mikilvægt er að stjórnvöld víða um heim búi sig undir fólksflutninga sem munu eiga sér stað vegna loftslagsbreytinga og byggi upp innviði til að bregðast við þeim. Miðstöðin Internal Displacement Monitoring Centre (IDMC) bendir á að hækkandi yfirborð sjávar, hitabylgjur, þurrkar og flóð hreki milljónir manna frá heimilum sínum árlega og að á næstu árum muni um 3-10 sinnum fleiri þurfa að yfirgefa heimili sín vegna náttúruhamfara en vegna stríðsátaka. Þannig misstu til dæmis um 22 milljónir manna heimili sín af völdum náttúruhamfara árið 2013, eða um þrefalt fleiri en þurftu að yfirgefa heimili sín vegna stríðsátaka. Málefni innflytjenda eru mjög viðkvæm um þessar mundir þar sem bágborið efnahagsástand þjóða hefur dregið úr gestrisni þeirra og meiri neikvæðni ríkir nú en áður í garð flóttamanna í löndum Evrópu.
(Sjá frétt Planet Ark 9. janúar).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s