Fyrsta „samfélagsbúðin“ opnuð í London

CommunityShopÍ vikunni var fyrsta „samfélagsbúðin“ opnuð í London, en þar er um að ræða verslun sem selur afgangsmat frá verslunum og heildsölum með 70% afslætti til fólks sem ekki á til hnífs og skeiðar og er háð fjárhagsaðstoð. Verkefnið hefur verið nefnt Community Shop en að því standa nokkrar matvælakeðjur, m.a. með stuðningi Boris Johnson, borgarstjóra í London. Tilgangurinn er að draga úr matarsóun í birgjakeðjunni og aðstoða fólk sem býr við fátæktarmörk. Einstaklingar sem uppfylla tiltekin skilyrði geta skráð sig í verkefnið og öðlast þannig rétt til að kaupa í matinn í verslunum þess. Verkefnið er sérstaklega ætlað fólki í atvinnuleit á meðan það kemur undir sig fótunum og er stefnt að því að opna 20 slíkar verslanir á Bretlandi á næstu árum. Talið er að um 3,5 milljónum tonna af mat sé hent árlega í Bretlandi áður en hann kemst í innkaupakörfur neytenda. Ástæður þessa má oftast rekja til rangra merkinga eða skemmdra umbúða.
(Sjá frétt EDIE 16. desember).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s