Gríðarleg loftmengun í Mekka

141215123049-largeMikil loftmengun mælist í Mekka dagana sem Hajj stendur yfir, en árlega flykkjast þá milljónir múslima í pílagrímsferð til borgarinnar. Hópur vísindamanna sem mælt hefur loftmengun í 75 borgum víðsvegar um heiminn segir að loftmengunin í Mekka sé engu lík á þessum tíma, enda komi þá 3-4 milljónir manna til þéttbýllar borgar þar sem loftgæði eru slæm fyrir. Verst verður ástandið í göngum sem liggja að Masjid al-Haram, sem er stærsta moska í heimi, en þar hefur styrkur kolmónoxíðs t.d. mælst allt að 57.000 ppb (57 milljónustupartar) sem er um 300 sinnum hærra en eðlilegur styrkur efnisins í Sádi-Arabíu. Kolmónoxíð eykur líkur á hjartaáfalli auk þess sem það getur valdið höfuðverk, svima og ógleði. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) áætlar að árið 2012 hafi um 4,3 milljónir manna látið lífið vegna innanhúsloftmengunar og um 3,7 milljónir vegna loftmengunar utandyra. Um eitt af hverjum átta dauðsföllum í heiminum má rekja til loftmengunar.
(Sjá frétt Science Daily 15. desember).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s