Fimm billjónir plaststykkja fljóta um heimshöfi

plast_i_hadiÁætlað er að um heimshöfin fljóti nú 5,25 billjónir plaststykkja (5.250.000.000.000 stykki), sem samtals vega um 269 þúsund tonn. Þessi áætlun byggir á niðurstöðum úr 24 rannsóknarleiðöngrum vísindamanna frá Bandaríkjunum, Frakklandi, Síle, Ástralíu og Nýja-Sjálandi sem farnir voru á árunum 2007-2013. Mest af þessu plasti er míkróplast, þ.e. plastagnir sem eru minni en 5 mm í þvermál. Plastmengun getur haft mikil áhrif á lífríki sjávar. Þannig geta stærstu einingarnar kæft eða kyrkt sjávarspendýr og plastagnir geta ferjað eiturefni inn í fæðukeðjuna. Í stóru plastflákunum fimm í N-Kyrrahafi, S-Kyrrahafi, N-Atlantshafi, S-Atlantshafi og á Indlandshafi kom meira af plastögnum en lífverum í net vísindamannanna. Taldar eru litlar líkur á að draga muni úr plastmengun í heimshöfunum á næstu árum, enda fer nú aðeins um 5% af því plasti sem til fellur í endurvinnslu.
(Sjá frétt the Guardian í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s