Vísindamenn við Háskólann í Nýja Suður-Wales í Ástralíu hafa hannað sólarsellur með rúmlega 40% nýtni, en hingað til hefur hámarksnýtni í sólarorkuframleiðslu verið um 25-30%. Tæknin byggir á notkun á sérstökum síum sem festar eru á turna í sólarorkuverum, en síurnar fanga ljós af tiltekinni bylgjulengd sem venjulegar sólarsellur ná ekki að nýta. Með þessari nýjung í framleiðslu raforku úr sólarorku er nýtnin orðin tvöföld á við það sem var þegar fyrstu sólarsellurnar voru framleiddar árið 1989.
(Sjá frétt Science Daily 7. desember).