Þurfa fiskar hárnæringu?

QACsFjórgreind ammóníumsambönd (QACs) fundust í öllum sýnum sem tekin voru í afrennsli skólphreinsistöðva á Norðurlöndunum og í öllum sýnum sem tekin voru úr sjávarseti og fiskum, að því er fram kemur í nýrri norrænni skýrslu sem gefin hefur verið út og kynnt undir nafninu „Þurfa fiskar hárnæringu?“. Fjórgreind ammóníumsambönd, svo sem behentrímóníum, eru mikið notuð í neytendavörur á borð við mýkingarefni, þvottaefni, rotvarnarefni, hárnæringu og aðrar snyrtivörur og berast síðan út í náttúruna með fráveituvatni. Hingað til hefur lítil áhersla verið lögð á mælingar á styrk þessara efna, en þessar niðurstöður þykja gefa tilefni til að fylgjast betur með framvegis. Þó að lítið sé vitað um eiturefnafræðilega eiginleika efnanna var styrkur þeirra það hár í mörgum af sýnunum að líklegt verður að teljast að þau séu farin að hafa áhrif á lífríki sjávar á Norðurlöndunum.
(Sjá samantekt Nordic Screening frá 26. nóvember).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s