Mexíkóskir frumkvöðlar hjá fyrirtækinu Rennueva hafa hannað vél sem getur umbreytt frauðplasti í plastperlur sem nýtast sem hráefni við framleiðslu á glæru harðplasti. Tæknin sem notuð er byggist á því að hita frauðplastið og þjappa því saman, en í raun eru 95% af venjulegu frauðplasti ekkert annað en loft. Vélin getur unnið úr 100 kílóum af frauðplasti á klukkustund og er nýtnin um 97%. Meðhöndlun frauðplasts er vaxandi vandamál í heiminum þar sem mikið er notað af efninu en fátt um valkosti í endurvinnslu. Söfnun hefur ekki verið nógu markviss, en æskilegt er að frauðplastið sé ómengað af öðru plasti þegar því er safnað. Rennueva hefur tekið upp samstarf við umbúðafyrirtæki til að finna bestu leiðirnar í þessu.
(Sjá frétt Science Daily 18. nóvember).