ESB hvatt til að taka efnamálin föstum tökum

mim-logoÍ bréfi sem danski umhverfisráðherrann Kirsten Brosbøl sendi á dögunum til umhverfis- og iðnaðarstjóra ESB í félagi við starfsbræður sína og systur í Austurríki, Belgíu, Frakklandi, Hollandi, Þýskalandi, Svíþjóð og Noregi er framkvæmdastjórn ESB hvött til að taka fastar á notkun skaðlegra efna í neytendavörum. Ráðherrarnir sjö telja að allt of hægt gangi að takmarka notkun efna sem leitt geta til kostnaðarsamra heilsufarsvandamála á borð við krabbamein, truflanir á hormónastarfsemi, ofnæmi og skerta frjósemi. Í bréfinu er lögð áhersla á fimm undirstöðuatriði, þ.e. að dregið verði úr nálægð neytenda við hormónaraskandi efni, að eftirlit með nanóefnum verði aukið og skaðleysi þeirra tryggt, að einstök sérstaklega skaðleg efni verði bönnuð, að settar verði reglur um skaðleg efni í innfluttum vörum og að efnaiðnaðurinn taki ábyrgð á efnanotkun sinni og tryggi að nægileg þekking sé til staðar á þeim efnum sem notuð eru.
(Sjá frétt á heimasíðu danska umhverfisráðuneytisins í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s