Merkingin „100% náttúrulegt“ á útleið hjá General Mills

Nature-Valley-Trail-Mix-Bar.jpg.662x0_q100_crop-scaleDómsátt hefur náðst í máli samtakanna Center for Science in the Public Interest (CSPI) gegn General Mills, en samtökin hófu lögsókn á hendur fyrirtækinu árið 2012 vegna notkunar þess á merkingunni „100% náttúrulegt“. Dómsáttin felur í sér að General Mills hættir að nota merkinguna á vörur sem innihalda meira en 0,9% af tilbúnum efnum á borð við háfrúktósa maíssýróp, maltódextrín og natríumbíkarbónat. Þar að auki mun fyrirtækið ekki nota merkinguna á vörur sem innihalda meira en 0,9% af erfðabreyttu efni. CSPI bindur vonir við að lögsóknin gefi tóninn fyrir svipaðar málsóknir og stuðli að ábyrgðarfyllri merkingum.
(Sjá frétt TreeHugger í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s