Skaðleg efni í þrykkimyndum á bómullarbolum

tshirt-nr9---03Hormónaraskandi efni fundust í 10 af 15 bómullarbolum með þrykkimynd sem skoðaðir voru í rannsókn sænsku neytendasamtakanna Råd&Rön í lok október. Flestar þrykkimyndir á fatnaði eru gerðar úr PVC-plasti og þá er í flestum tilfellum notast við þalöt sem mýkingarefni fyrir plastið. Í einum bolnum fundust t.d. þalötin BBP (bensýlbútýlþalat), DINP (díísónýlþalat) og DIDP (diísódekýlþalat), en styrkur þess síðastnefnda var 14 sinnum hærri en leyfilegt er í leikföngum. Til eru önnur efni sem gera sama gagn (staðgönguefni). Þannig innihéldu þrykkimyndir á fimm bolum sem skoðaðir voru ekkert PVC og þar með engin þalöt. Á næsta ári mun Evrópusambandið (ESB) banna notkun þeirra þalata sem teljast skaðlegust, en Råd&Rön telja bannið ekki vernda neytendur þar sem það nær einungis til vöru sem framleidd er innan ESB.
(Sjá frétt Råd&Rön 22. október).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s