Fuglar drepast á olíusöndum Alberta

ducksYfir 100 fuglshræ hafa fundist við úrgangstjarnir á vinnslusvæðum olíusands í Albertafylki í Kanada samkvæmt skýrslum sem Orkustofnun Alberta (Alberta’s Energy Regulator) hefur fengið í hendurnar. Fuglarnir drápust vegna snertingar við eitrað úrkast sem geymt er í tjörnunum, en ekki liggur fyrir hvort fuglarnir lentu þarna vegna óvenjulegra veðuraðstæðna eða óviðunandi fælibúnaðar, sem skylt er að koma upp við tjarnir af þessu tagi. Eitt af fyrirtækjunum sem er ábyrgt fyrir tjörnunum, Canadian Oil Sands ltd., var sektað um 3 milljónir Kanadadala (um 328 millj. ísl. kr.) fyrir svipað atvik árið 2008 þar sem 1.600 endur drápust eftir að hafa lent á gryfju þar sem lögbundnum fælibúnaði hafði ekki verið komið fyrir.
(Sjá frétt Planet Ark 7. nóvember).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s