Orkuframleiðsla vatnsaflsvirkjana í heiminum mun tvöfaldast á þessum áratug ef marka má niðurstöður sem kynntar voru á ráðstefnunni Global Challenges: Achieving Sustainability sem Kaupmannahafnarháskóli stóð fyrir á dögunum. Þessi uppbygging, sem aðallega mun verða í þróunarríkjum og í löndum með vaxandi hagkerfi, mun hafa í för með sér að um 20% af óheftum ám heimsins verði virkjuð. Nýting vatnsafls er mikilvægur liður í að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis en getur jafnframt ógnað líffræðilegri fjölbreytni með skiptingu búsvæða og breytingum í setlögum. Vísindamenn við Laibniz-stofnunina um vistfræði ferskvatns (IGB) hafa þróað gagnagrunn til að aðstoða ríki við að meta mögulegar staðsetningar vatnsaflsvirkjana með það í huga að draga úr áhrifum á líffríkið.
(Sjá frétt Science Daily 24. október).