Varnarefni í þvagi Svía

nv_logo_sv-200Leifar af varnarefnum finnast í þvagi flestra Svía að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Umhverfisstofnun Svíþjóðar (Naturvårdsverket). Þetta er niðurstaða þriggja rannsókna sem fram fóru á tímabilinu 2004-2011 og náðu til 500 einstaklinga. Í þessum rannsóknum voru gerðar efnagreiningar á þvagprufum, auk þess sem þátttakendur héldu matardagbók.Varnarefni fundust í þvagi flestra þátttakenda, en þó einna mest hjá þeim sem nýlega höfðu innbyrt kaffi, vín, sítrusávexti, grænmeti og tilteknar vörur úr korni. Varnarefnaleifar fundust einnig í grunnvatni og ferskvatni. Naturvårdsverket hefur lýst vonbrigðum með niðurstöðurnar sem sýna að engar framfarir hafa orðið í þessum efnum síðustu 10 ár, þrátt fyrir að löggjöf og stefnumótun hafi miðað að því að minnka notkun varnarefna í sænskum landbúnaði.
(Sjá fréttatilkynningu Naturvårdsverket 7. október).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s