Whole Foods verðlaunar ábyrga ræktun

whole_foodsVerslunarkeðjan Whole Foods Market hefur tekið upp umhverfiseinkunn sem verðlaunar vörur sem framleiddar eru á ábyrgan hátt með áherslu á umhverfisvernd og lýðheilsu. Kerfið er þannig byggt upp að ferskir ávextir, grænmeti og blóm eru merkt með „gott“, „betra“ eða „best“ til að auðvelda neytendum að taka upplýstar ákvarðanir og til að umbuna þeim framleiðendum sem lengst ganga í umhverfisvernd og sjálfbærum landbúnaði. Fyrirtækið hefur jafnframt bannað notkun tiltekinna eiturefna í virðiskeðjunni. Við einkunnagjöfina er horft til notkunar varnarefna, velferðar starfsfólks, vatnsnotkunar, vatnsverndar, jarðvegsgæða, vistkerfa, líffræðilegrar fölbreytni, úrgangsmála, loftgæða, orkunotkunar og loftslags. Fyrirtækið hefur nú þegar merkt um 50% af þeim vörum sem í boði eru og vonast til að ná 100% í nánustu framtíð.
(Sjá frétt EDIE 17. október).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s