Saltvatn notað í kartöflurækt

salt-tolerant potatoesKartöflukvæmi sem þolir saltvatn hefur verið þróað í tilraunaverkefninu Salt Farm Texel í Hollandi, en markmið verkefnisins er að þróa matvæli sem hægt er að vökva með saltvatni. Um 89% af öllu vatni jarðar er saltvatn og er talið að nú séu um 50% af landbúnaðarsvæðum heimsins í hættu vegna innstreymis saltvatns í grunnvatn. Nokkur tonn af saltþolnum kartöflum voru nýlega send til Pakistan þar sem þau verða ræktuð á svæði sem ekki er hægt að nýta í annað vegna saltmengunar. Þar sem skortur á ferskvatni er eitt stærsta vandamál samtímans telja menn mikil tækifæri felast í ræktun þar sem hægt er nota saltvatn í stað þess að grípa til afsöltunar sem  hefur mikinn kostnað í för með sér. Með þessu móti er einnig hægt að nýta til ræktunar svæði sem áður voru ónýtanleg.
Sjá frétt the Guardian 18. október).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s