Hormónaraskandi efni gera karlmenn æ kvenlegri

anuspenisKarlmenn sem fá í sig hormónaraskandi efni í móðurkviði framleiða minna af testósteróni en aðrir menn og eru með lakari sæðisframleiðslu. Þetta kom fram á ráðstefnu um hormónaraskandi efni sem nýlega var haldin á Danska landspítalanum. Efnin sem um ræðir er m.a. að finna í plasti, húsgögnum, fötum og umbúðum. Dregið hefur verulega úr frjósemi Dana og annarra Evrópubúa á síðustu áratugum og sem dæmi má nefna að aðeins um 23% ungra danskra karlmanna hafa viðunandi sæðisframleiðslu. Auk þess fjölgar sífellt þeim tilfellum þar sem gefa þarf drengjum testósterón til að þeir verði kynþroska. Talið er að kokteiláhrif þalata og annarra hormónaraskandi efna hafi mikið að segja í þessu sambandi og þess vegna er erfitt fyrir vísindamenn að segja til um hvaða einstöku efni skuli bönnuð, öðrum fremur.
(Sjá frétt Videnskab DK í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s