Samtök með aðsetur í Devon í Englandi hófu nýlega að nýta kaffikorg til ræktunar á ostrusveppum í ónotuðu skrifstofuhúsnæði í Exeter. Áætlað er að Bretar drekki um 80 milljón bolla af kaffi daglega, en innan við 1% af kaffibaununum kemst í raun alla leið í bollann. Afgangurinn fer að mestu leyti í urðun. Kaffikorgur er næringarríkur og sveppirnir góður próteingjafi. Aðstandendur verkefnisins benda á að ræktun af þessu tagi henti einkar vel í borgum þar sem mest fellur til af úrgangi og mest eftirspurn er eftir fæðu. Það er von þeirra að verkefnið stuðli jafnframt að eflingu landbúnaðar í öðrum borgum.
(Sjá umfjöllun Waste Management World 19. september).