Vísindamenn við háskólann í Uppsölum í Svíþjóð hafa þróað nýja umhverfisvæna tækni til að endurheimta litíum úr litíumrafhlöðum og öðrum rafeindabúnaði, en þetta hefur verið vandkvæðum bundið til þessa. Aðferðin byggir á nýtingu lífrænna efnasambanda og með henni má endurheimta litíum við lágt hitastig án mikilla umhverfisáhrifa. Hið endurheimta litíum nýtist síðan í nýjar rafhlöður úr endurnýjanlegum efnum sem m.a. eru fengin úr refasmára (e. alfalfa) og furukvoðu. Þessar rafhlöður geta geymt 99% af þeirri orku sem rúmast í þeim litíumrafhlöðum sem nú eru í notkun, auk þess sem þær eru endurvinnanlegar og samkeppnishæfar í verði. Með þessu kunna að opnast nýir og umhverfisvænni möguleikar en áður hafa þekkst í orkugeymslu.
(Sjá frétt Science Daily 29. september).