Útprentanlegar sólarrafhlöður vekja athygli

solarblek_160Ástralskir vísindamenn hafa þróað „sólarblek“ sem breytir sólarljósi í raforku. Þeir segja stórfyrirtæki hafa mikinn áhuga á tækninni og telja stutt í að hægt verði að hefja framleiðslu. Sólarblekið er prentað á sveigjanleg efni (t.d. plast) sem hægt er að setja upp hvar sem er til að fanga sólarorkuna. Til dæmis væri hægt að hlaða snjallsíma og spjaldtölvur með því að líma slíka filmu á tækin, en einnig væri hægt að líma filmur á glugga og aðra stóra fleti til að framleiða meiri raforku. Sólarblekið er ódýrt í framleiðslu, en orkunýtnin er enn sem komið er aðeins 1/10 af því sem gerist í hefðbundnum sólarrafhlöðum. Vísindamennirnir telja að í framtíðinni muni nýtnin aukast og notkunarmöguleikar bleksins þar með.
(Sjá frétt the Guardian í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s