Google tilkynnti í dag að fyrirtækið muni leggja 145 milljónir bandaríkjadala (um 17 milljarða ísl. kr.) í nýtt 82 MW sólarorkuver í Kaliforníu, en þetta mun vera sautjánda fjárfesting fyrirtækisins í endurnýjanlegri orku frá árinu 2010. Um er að ræða uppsetningu á sólarrafhlöðum á um 300 hektara landsvæði í Kernsýslu þar sem áður var olíu- og gasvinnsla og mun verið geta séð um 10.000 heimilum í Kaliforníu fyrir raforku. Um 35% af allri orkunotkun Google er nú af endurnýjanlegum uppruna.
(Sjá frétt EDIE í dag).