Saurgerlar framleiða eldsneyti

Specialist Jelena Kovalkova works to isolate the Escherichia coli (E.coli) bacteria strain in RigaBreskir og finnskir vísindamenn hafa þróað aðferð til að láta E. coli bakteríuna framleiða própangas, en E. coli er mjög algengur saurgerill sem finnst í meltingarfærum manna. Própan er aðaluppistaðan í fljótandi jarðolíugasi (LPG) sem notað er sem eldsneyti á bíla, til upphitunar og sem gas fyrir grillið. Framleiðsla própans er hagkvæm að því leyti að víða er til staðar dreifikerfi fyrir efnið. Própan er tiltölulega hreint eldsneyti með lágt kolefnisinnihald og er aukaafurð við hreinsun olíu og vinnslu á jarðgasi. E. coli aðferðin er enn á þróunarstigi, en hún byggir á því að láta bakteríurnar framleiða própan úr fitusýrum sem annars væru notaðar sem byggingarefni í frumuhimnu. Vísindamennirnir vonast til að eftir 5-10 ár verði hægt að nota tæknina til framleiðslu á samkeppnishæfu endurnýjanlegu eldsneyti sem komið getur í stað jarðefnaeldsneytis.
(Sjá frétt PlanetArk í gær)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s