Öll bómull H&M af sjálfbærum uppruna 2020

26155Um 15,8% af þeirri bómull sem notaður er í fatnað H&M fatakeðjunnar er af sjálfbærum uppruna samkvæmt sjálfbærniskýrslu fyrirtækisins fyrir árið 2013. Fyrirtækið hefur sett sér það markmið að árið 2020 verði öll bómull í fatnaði fyrirtækisins af sjálfbærum uppruna, þ.e.a.s. annað hvort lífrænt vottuð eða úr endurunnum trefjum. H&M leggur mikla áherslu á sjálfbæra þróun og leitast við að búa til lokaðar hringrásir, meðal annars með því að framleiða fatnað úr notuðum textílefnum sem tekið er við í verslunum fyrirtækisins. Á síðasta ári söfnuðust þannig um 3 þúsund tonn af notuðum efnum sem send voru í endurvinnslu. Bómull er mest notaða efnið í fatnaði H&M en bómullarframleiðsla er mjög vatnsfrek, auk þess sem um 10% af öllu skordýraeitri heimsins er notað í bómullarrækt.
Sjá frétt EDIE í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s