Náttúruupplifun bætir heilsuna

New PictureBörn sem upplifa náttúruna á meðan þau stunda íþróttir eru líklegri til að uppskera jákvæð áhrif á heilsu samkvæmt nýrri rannsókn frá háskólanum í Coventry. Í rannsókninni voru börn á aldrinum 9-10 ára látin stunda hóflega líkamsrækt á meðan þau horfðu á myndband úr skógi annars vegar og án sjónrænna hvata hins vegar. Í ljós kom að blóðþrýstingur barnanna sem stundaði íþróttir „í skóginum“ var um 5% lægri að æfingu lokinni en án myndbands. Lágur blóðþrýstingur minnkar líkur á heilsufarsvandamálum, en hár blóðþrýstingur getur haft neikvæð áhrif á hjarta- og æðakerfi. Dr.Michael Duncan, sem stjórnaði rannsókninni, segir niðurstöðurnar undirstrika mikilvægi þess að heilbrigðisyfirvöld skilji jákvæð áhrif náttúruupplifunar á lýðheilsu.
(Sjá frétt Science Daily í gær).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s