Fosfór unninn úr skólpi

140324090420-largeÞýskir vísindamenn hafa kynnt nýja aðferð til að vinna fosfór úr skólpi. Segulmagnaðar agnir sem geta auðveldlega tengst fosfórfrumeindum eru settar í skólpið og þegar agnirnar hafa bundast fosfórnum er segull notaður til að fjarlægja þær. Fosfór er til staðar í tilbúnum áburði og hefur afrennsli hans neikvæð áhrif á umhverfið, meðal annars í formi ofauðgunar. Á sama tíma fara nýtanlegar fosfórbirgðir heimsins ört minnkandi, en fosfór er ein af undirstöðum nútímalandbúnaðar, auk þess sem efnið er notað í fjölmargar vörutegundir. Með því að vinna fosfór úr skólpi er því dregið úr neikvæðum umhverfisáhrifum um leið og þetta verðmæta efni er endurnýtt.
(Sjá frétt Science Daily 24. mars).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s