Plasteggjabakkar minnka matarúrgang

26087Með því að notast við plasteggjabakka í stað hinna hefðbundnu pappabakka segist smásölustórveldið Tesco geta komið í veg fyrir að meira en milljón egg lendi í ruslinu á ári hverju. Á undanförnum árum hefur Tesco þurft að farga fjölmörgum eggjabökkum þar sem egg brotna gjarnan í flutningum, með þeim afleiðingum að innihald þeirra lekur í gegnum pappann og yfir aðra bakka sem verða þar með óhæfir til sölu. Því hefur fyrirtækið sett á laggirnar tilraunaverkefni þar sem plastbakkar úr endurunnum plastflöskum taka við af pappanum. Fyrirtækið vonast til að verkefnið minnki matarúrgang auk þess sem umbúðirnar muni hafa í för með sér sparnað í flutningum þar sem þær taka minna pláss en pappabakkarnir.
(Sjá frétt EDIE í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s