Taktu afgangana með þér heim!

26068_160Afgangapokar (e. doggy bags) verða aðgengilegir og sýnilegir á skoskum veitingahúsum í nýju tilraunaverkefni samtakanna Zero Waste Scotland sem miðar að minnkun matarúrgangs á veitingahúsum. Samtökin áætla að ein af hverjum sex máltíðum sem pantaðar eru á veitingahúsum í landinu endi sem úrgangur og vilja með „Good-to-Go“ verkefninu hvetja fólk til að biðja um ílát fyrir matarafganga til að minnka matarúrgang og þau neikvæðu umhverfisáhrif sem slíkur úrgangur hefur í för með sér. Í rannsókn samtakanna kemur fram að um 75% veitingahúsagesta vilji að veitingahús bjóði upp á slík ílát en um 50% kváðust ekki þora að spyrja um þau að máltíð lokinni, enda væri slíkt ekki viðtekin venja í samfélaginu. Tilraunaverkefnið hófst á veitingahúsinu Two Fat Ladies í Glasgow í síðustu viku. Vonast er til að í framhaldinu verði heimtaka matarafganga að viðtekinni venju í Skotlandi.
(Sjá frétt EDIE 24. mars).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s