Notkun lúsameðalanna díflúbensúrón og teflúbensúrón í norsku fiskeldi tvöfaldaðist á milli áranna 2011 og 2012 og aftur á milli áranna 2012 og 2013. Efnin eru skaðleg fyrir rækjur, krabba og aðrar lífverur í grennd við laxaeldisstöðvarnar, og dæmi eru um að teflúbensúrón hafi greinst í sýnum í allt að kílómetra fjarlægð frá næstu laxakví. Síðustu ár hafa þessi efni m.a. greinst í villtum fiski, setlögum og botndýrum. Villtum laxfiskum stafar mikil hætta af lúsasmiti frá laxeldisstöðvum, en þessi mikla aukning á notkun lúsameðala virðist ekki hafa dugað til að draga úr smithættunni að neinu ráði. Umhverfisstofnun Noregs (Miljødirektoratet) telur brýnt að leita nýrra leiða til að bregðast við þessari ógn.
(Sjá frétt á heimasíðu Miljødirektoratet 4. mars).