Bisfenól-A (BPA) getur stuðlað að brjóstakrabba með því að auka virkni svonefndra RNA HOTAIR-sameinda sem draga úr virkni gena sem vinna gegn krabbameinsmyndun. Náttúruleg kvenhormón hafa þessa sömu virkni, en þegar BPA kemur einnig við sögu virðast efnin hafa samverkandi áhrif þannig að virkni RNA HOTAIR fari úr böndunum. Frá þessu er sagt í febrúarhefti tímaritsins Journal of Steroid Biochemistry and Molecular Biology.
(Sjá frétt Science Daily 6. mars).