Skosk stjórnvöld hafa sett á laggirnar sérstakan lánasjóð með stofnfé upp á 3,8 milljarða sterlingspunda (um 720 milljarða ísl. kr) til að styðja við ný verkefni sem ætlað er að auðvelda fyrirtækjum að þróa tækni og byggja upp aðstöðu fyrir flokkun, viðgerðir og endurvinnslu textílúrgangs, hjólbarða, plasts, glers, matarleifa, raftækjaúrgangs, gifsplatna o.fl. Með þessu vonast stjórnvöld til að úrgangi verði í auknum mæli breytt í verðmætari efni, á sama tíma og dregið er úr losun gróðurhúsalofttegunda.
(Sjá frétt EDIE í dag).