Verðandi mæður velji lífrænt

Gravid ØkoFleiri efni en áður var talið geta truflað þroskun heila í börnum í móðurkviði. Þetta kemur fram í grein Dr. Philippe Grandjean og samstarfsmanna hans sem birtast mun í læknatímaritinu Lancet í næsta mánuði. Börn sem fá þessi efni í sig á fósturskeiði eða með móðurmjólk eru líklegri en önnur til að greinast með einhverfu, lesblindu, ADHD og aðrar þroskaraskanir, en efnin sem um ræðir geta m.a. leynst í matvælum, snyrtivörum, leikföngum og klæðnaði. Dr. Philippe kallar eftir alþjóðlegum aðgerðum til að tryggja að börn verði ekki fyrir varanlegu heilsutjóni af völdum efna af þessu tagi og ráðleggur jafnframt verðandi mæðrum að velja lífræn matvæli til að forðast varnarefnaleifar í matvælum.
(Sjá frétt Danska ríkisútvarpsins 15. febrúar).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s