Fullvíst má telja að olíuslys verði á Norðurheimskautssvæðinu ef leyft verður að bora þar eftir olíu. Þetta er mat sérfræðings sem stýrði rannsókn á Deepwater Horizon slysinu við oíuborpall BP á Mexíkóflóa vorið 2010. Slys á Norðurheimskautssvæðinu myndi auk heldur hafa langtum víðtækari afleiðingar en slys sunnar á hnettinum, þar sem niðurbrot olíunnar mun taka nokkra áratugi í svo köldum sjó, auk þess sem erfitt mun verða að beita tiltækum hreinsibúnaði við þær veðuraðstæður sem algengar eru á þessum slóðum. Olíuleit á svæðinu getur jafnvel skapað mikla hættu og haft áhrif á alla fæðukeðjuna.
(Sjá frétt The Guardian í dag).