Hænsni endurvinna lífrænan úrgang á Samsø

hønselaugHópur íbúa á Samsø í Danmörku hefur tekið sig saman um stofnun hænsnafélaga sem ætlað er að nýta grænmetisúrgang frá heimilum á eynni, en þessi úrgangur hefur hingað til að mestu endað í sorpbrennslustöðvum. Gert er ráð fyrir að a.m.k. 10 heimili standi að hverju hænsnafélagi, en einstakar fjölskyldur geta þó komið sér upp eigin hænsnabúum innan ramma verkefnisins, svo fremi sem fylgt er settum reglum um nýtingu grænmetisúrgangs. Markmiðið með verkefninu er ekki aðeins að sýna fram á að þetta sé mögulegt, heldur einnig að efla samstöðu íbúanna, stuðla að breyttu hegðunarmynstri, skapa atvinnutækifæri og framleiða egg, kjúklinga og áburð fyrir eyjarskeggja. Ætlunin er að verkefnið nái til 60% af öllum heimilum á Samsø.
(Sjá frétt á heimasíðu Náttúruverndarsamtaka Danmerkur (DN) 14. nóvember).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s