Hvernig forðast má PFOA

PFOADönsku neytendasamtökin (Forbrugerrådet) birtu á dögunum 9 góð ráð fyrir neytendur sem vilja forðast PFOA (perflúoroktansýru) og önnur skyld flúorsambönd sem víða finnast í neytendavörum og eru skaðleg umhverfi og heilsu. Þessi efni hrinda frá sér vatni, fitu og óhreinindum og eru því talsvert notuð í ýmiss konar yfirborðsmeðhöndlun, m.a. við framleiðslu á eldhúsáhöldum, útvistarfatnaði og húsgögnum. Meðal þess sem Forbrugerrådet ráðleggur er að fólk geri hreint vikulega, þvoi sér oft um hendur, borði heimsendar pizzur af diskum en ekki beint úr kassanum, þvoi klæðnað áður en hann er tekinn í notkun, forðist einnota ílát, kynni sér kröfur Svansins og spyrji í verslunum hvort varan sé húðuð með flúorsamböndum.
(Sjá 9 góð ráð á heimasíðu dönsku neytendasamtakanna 24. október)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s