Ný tækni í vetnisframleiðslu

SkolpvetnisbunadurHópur vísindamanna undir stjórn Yat Li, aðstoðarprófessors í efnafræði við Háskólann í Santa Cruz í Kaliforníu, hefur þróað búnað sem framleiðir vetni úr fráveituvatni og sólarljósi með hjálp örvera en án utanaðkomandi orku. Hugmyndin byggir á samnýtingu tvenns konar efnarafala, sem báðir geta framleitt vetni einir og sér, en þurfa til þess vægan rafstraum. Búnaður Li og félaga hefur enn sem komið er aðeins verið prófaður í tilraunastofu, en nýtingarmöguleikarnir eru miklir ef takast má að þróa búnaðinn til nota í hreinsistöðvum fyrir fráveituvatn. Með þessu fæst ekki aðeins vetni án mikillar fyrirhafnar eða rekstrarkostnaðar, heldur brotna lífræn mengunarefni í fráveituvatninu niður í leiðinni.
(Sjá frétt Science Daily 10. október).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s