Þjóðverjar koma í veg fyrir samkomulag um minnkandi útblástur frá bílum

Peter AltmaierUmhverfisráðherrar ríkja ESB létu í gær undan þrýstingi þýskra stjórnvalda og lögðu til hliðar fyrirliggjandi samkomulag um að meðalkoltvísýringslosun bíla sem framleiddir verða í álfunni eftir 2020 skuli vera að hámarki 95 g/km (sem samsvarar um 4,1 lítra bensíneyðslu á 100 km). Rök Þjóðverja voru þau að slík takmörkun myndi koma hart niður á þýskum bílaframleiðendum. Connie Hedegaard loftslagsstjóri ESB hefur lýst vonbrigðum sínum með þessa niðurstöðu, enda hefði verið unnið að samkomulaginu í 5 ár. Lena Ek umhverfisráðherra Svíþjóðar tekur í sama streng og segir ábyrgð Þjóðverja mikla. Umhverfisverndarsinnar eru einnig mjög ósáttir og benda á að 95 gramma markmiðið hefði sparað Evrópuþjóðum eldsneyti upp á um 70 milljarða evra (um 11.500 milljarða ísl. kr.) árlega, þar af 9 milljarða (1.500 milljarða ísl. kr.) fyrir Þjóðverja sjálfa. Þetta sé óásættanlegur kostnaður sem leggist á evrópska bíleigendur og á jörðina sem hlýni hraðar en ella, auk þess sem þetta kunni að skaða samkeppnishæfni bílaiðnaðarins í Evrópu.
(Sjá frétt PlanetArk í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s