Gríðarleg verðlækkun vetnisbíla í augsýn

Toyota hydrogenFulltrúar bílaframleiðandans Toyota segjast hafa náð að lækka verð á efnarafölum fyrir vetnisbíla úr rúmlega milljón dollurum niður í 51.000 dollara (um 6,2 milljónir ísl. kr). Árið 2015 geti fyrirtækið boðið vetnisbíla á innan við 100.000 dollara (12,2 millj. ísl. kr.) og einhvern tímann á 3. áratug þessarar aldar muni Toyota selja tugþúsundir vetnisbíla á ári. Verðlækkunin byggist m.a. á því að tekist hefur að minnka magn platínu í hverjum efnarafali úr 100 g. í um 30 g. Heimsmarkaðsverð á hverju grammi er nú um 6.000 ísl. kr., þannig að platínuþörfin skiptir talsverðu máli fyrir heildarkostnaðinn. Gert er ráð fyrir enn meiri framförum á þessu sviði á næstunni vegna bættrar tækni við húðun. Einnig hefur tekist að lækka verð á vetniskútum verulega með breyttri efnisnotkun.
(Sjá frétt PlanetArk 11. október).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s