Melamín og formaldehýð úr borðbúnaði úr plasti geta borist í matvæli, einkum þegar borðbúnaðurinn er tekinn að slitna eða ef hitastig matvælanna fer yfir 70°C. Því hefur Danska upplýsingamiðstöðin um umhverfi og heilsu hvatt fólk til að láta gamla plastdiska og plastglös ekki ganga til yngri barna í fjölskyldunni, en nota þess í stað áhöld sem keypt voru eftir 1. janúar 2013, þar sem þá lækkuðu hámarksgildi (sértæk flæðimörk) fyrir melamín (úr 30 í 2,5 mg/kg matvæla) í samræmi við nýjar reglur ESB. Aldrei ætti að hita mat í ílátum úr melamínplasti í örbylgjuofni. Melamín hefur efnafræðiheitið 2,4,6-tríamínó-1,3,5-tríazín og er ásamt formaldehýði uppistaðan í melamínplasti (öðru nafni amínóplasti).
(Sjá frétt á forbrugerkemi.dk 21. maí).